KK

Kristján Kristjánsson (KK) fæddist í Minneapolis í Minneasota en flutti til Íslands þegar hann var tíu ára. Hann lærði á gítar sem barn í Reykjavík. Hann var þátttakandi í nýju blues bylgunni á Íslandi á áttunda áratugnum, og lék þá á blúsmunnhörpu. Hann flutti til Svíþjóðar árið 1977 og nam við Piteå og Malmö tónlistarakademíuna.

Árið 1986 gerðist hann götuspilari, og ferðaðist um Evrópu í fimm ár. Hann fór í tveggja mánaða tónleikaferð með rhythm’n’ blues bandinu Red Archibald and the Internationals í Hamborg og lék þá á gítar. Í Osló kynntist hann Professor Washboardog Derrick “Big” Walker og þeir stofnuðu í sameiningu The Grinders. Undir lok tíunda áratugarins flutti hann aftur til Íslands.

Á ferli sínum sem tónlistarmaður hefur KK unnið til yfir tuttugu gull og platínum verðlauna. Hann hefur hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin tvisvar sinnum. Fyrsta plata hans, Lucky One, kom út árið 1991 en sú nýjasta, Svona eru Menn, kom út árið 2008. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda tónlistarverkefna og viðburða.

flutt tónlist fyrir kvikmyndir, sjónvarp og leikhús. Hann samdi og lék tónlistina fyrir Þrúgur reiðinnar og Fjölskylduna í Borgarleikhúsinu.

Rithöfundurinn Einar Kárason skráði ævisögu KK, Þangað sem vindurinn blæs.

KK var tilnefndur til Grímuverðlaunanna fyrir tónlist sína í leikritinu Fool for love eftir Sam Shepard.

KK hefur haldið tónleika víða um lönd, meðal annars í Kína, Kanada, Svíþjóð, Noregi, Danmörku, Færeyjum, Lettlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Spáni og Luxemburg.

Hann hefur leikið með fjölda tónlistarmanna og hljómsveita Þar á meðal eru Elton John, John Fogerty, Kris Kristoffersson, Bo Diddley, Eric Clapton, Nick lowe, John Mayall, Johnny Copeland og Roger Hodgson (Supertramp).

Geisladiskar:

Lucky One 1991

Bein Leið 1992 Þrúgur reiðinnar

Hótel Föröyar  1993

Gleðifólkið 1995

Ómissandi Fólk 1996 (ásamt Magnúsi Eiríkssyni)

Heimaland 1997

Kóngur Einn Dag 1999 (ásamt Magnúsi Eiríkssyni)

Lifað og Leikið 2000 (live ásamt Magnúsi Eiríkssyni)

Galfjaðrir 2001 (safnplata)

Paradís 2002

Upphafið 2002 (“The Grinders”)

22 Ferðalög 2003 (ásamt Magnúsi Eiríkssyni)

Fleiri Ferðalög 2005 (ásamt Magnúsi Eiríkssyni)

Jólin eru að Koma 2005 ( ásamt Ellen Kristjáns)

KK Blús 2006

Langferðalög 2007 (ásamt Magnúsi Eiríkssyni)

Svona eru Menn 2008