KÖLD Tónlistarhátíð er glæný hátíð sem bætist í glæsilega hátíðarflóru Austurlands. Hátíðin verður haldin árlega í febrúar og mun skarta okkar allra besta tónlistarfólki.

KÖLD í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands mun árlega heiðra austfirskan tónlistarmann fyrir framlag sitt til tónlistar á Austurlandi.

Neskaupstaður mun iða af gleði og hamingju dagana 20. – 23. febrúar enda dagskráin glæsileg.

Takmarkað framboð er af hátíðarpassa sem gilda á alla hátíðina svo ekki bíða til morguns með að tryggja þér miða á frábæru verði!

– 18 ára aldurstakmark!