KK

Velkomin
sjá næstu tónleika

Tilveran, ferillinn og lífið

Tilveran, ferillinn og lífið

Október 2018. Ég heiti Kristján Kristjánsson, bý í Karfavoginum síðan 2003, bjó áður á Hofteignum í 8 ár og þar áður í 4 ár í Álfablokkinni (Álfheimum 50) . Giftur og á 3 börn og 1 barnabarn. Ég er tónlistarmaður og hef gefið út  plötur síðan 1991, ég veit ekki hvað...

Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda

Júní 2010. Ósnotur maður, ef eignast getur fé eða fljóðs munuð, metnaður honum þróast, en mannvit aldregi: fram gengur hann drjúgt í dul. (úr Hávamálum)   Kæru vinir! Ísland hefur sett fram almenna stefnumörkun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 50-75%...

Um flóttafólk

Maí 2017. Í dag búa  7.500.000.000, 7.5 miljarðir á jörðinni. Af þeim eru 65.500.000, 65.5 miljónir á vergangi, flóttafólk sem hefur neyðst til að flýja styrjaldar átök, náttúruhamfarir, hungursneyð o.a. Á Íslandi búa 320.000 manns. Hér er friður og nokkuð gott að...

KK og Föruneytið

Kristján Kristjánsson, eða KK eins og flestir þekkja hann, er einn af tónlistarmönnum landsins. Hann hefur samið og leikið lög inn hljómplötur í áraraðir, samið tónlist fyrir leikrit, bíómyndir og sjónvarpsþætti auk þess sem hann hefur leikið eitt og eitt hlutverk sjálfur. 

Lengi hefur hann þráð að flytja úrval af lögum sínum sem krefjast hljómsveitar, en fram að þessu hefur hann oftast verið einn á ferð með gítar og munnhörpu að vopni. Nú ætlar KK að láta þennan draum sinn rætast og hefur safnað saman góðum mönnum í föruneyti sem mun ferðast með honum vítt og breitt um landið nú um leið og blessuð sólin hækkar á lofti.

You have Successfully Subscribed!

Share This