Maí 2017.

Í dag búa  7.500.000.000, 7.5 miljarðir á jörðinni. Af þeim eru 65.500.000, 65.5 miljónir á vergangi, flóttafólk sem hefur neyðst til að flýja styrjaldar átök, náttúruhamfarir, hungursneyð o.a. Á Íslandi búa 320.000 manns. Hér er friður og nokkuð gott að vera þó ýmislegt  vanti upp á, aðallega meiri jöfnuður. Stór hluti af flóttamanna vandamálinu má skrifa á hlýnun jarðar, sem sagt umhverfis áhrif, sem aftuur má skrifa á ójöfnuð og græðgi. Við, þessi fámenna þjóð getum ekki breytt heiminum, en við getum breytt okkur sjálf og tekið ábyrgð miðað við fólksfjölda, og þó svo áhrifin verði ekki stórtæk, þá er gjörningurinn fordæmisgefandi sem getur haft mikil áhrif á gangi mála. Þess vegna legg ég til að við tökum að okkur fólk sem er á vergangi og bjóðum þeim að koma og deila með okkur sorgir og gleði á landinu bláa. Mér hefur reiknast til að ef við viljum taka ábyrgð miðað við íbúafjölda hér, þá ættum við að bjóða til okkar 0.0007%  flótamanna það gerir 4.585 flóttamenn, konur og börn, afar og ömmur, pabbar og mömmur, rafvirkjar, píparar, læknar, hjúkkur, tónlistarmenn, kennarar, vísindamenn o.s.frv.. Við gætum ákveðið að skipta þessu niður á 10 ára tímabili, 450 flóttamenn á ári. Að sækja um hæli og fá griðland gegn ofsóknum eru mannréttindi. Vopnuð átök um allan heim bitna í síauknum mæli á óbreyttum borgurum sem neyðast til að yfirgefa ættjörð sína og fjölskyldur og þola ómældar þjáningar í leit að öruggu skjóli. Mönnum hættir til að líta á flóttamenn sem fórnarlömb eða beiningamenn en hafa ber hugfast hvernig þeir geta auðgað íslenskt samfélag; Albert Einstein, Chagall, Freud, Marlene Dietrich, Dalai Lama og Isabel Allende voru öll flóttamenn.  Ísland hefur frá árinu 1956 tekið á móti 516 flóttamönnum sem komið hafa á vegum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, s.k. kvótaflóttamönnum. Við getum gert betur. Þá erum við að tala um ást og frið í verki, ekki bara í orði.

“Þá bræður hörfa, er herja vítisöfl,

til eru höfðingjar við Íslands bláu fjöll

sem heldur vilja deyja, en lifa í þeirri smán

að hafa ekki gefið sem þeir gátu verið án“

Ást og friður, KK